19.1.2000 0:00

Miðvikudagur 19.1.2000

Klukkan 14.00 var fundur með nemendum Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðan rúmlega 15.00 með kennurum skólans en um klukkustundu síðar með nemendum og kennurum Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði. Klukkan 17.15 var ég á Hallveigarstöðum, þar sem tilkynnt var um úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði, og ég tók að mér að opna vef Kvikmyndasjóðs með upplýsingum um íslenskar kvikmyndir.