24.2.1999 0:00

Miðvikudagur 24.2.1999

Síðdegis fór ég með Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi í Reykholt í Borgarfirði, þar sem við efndum til fundar með fulltrúum heimamanna. Kynntum við niðurstöður nefndar, sem Guðmundur stýrði um það, hvernig best verði staðið að því að styrkja Reykholt í sessi sem fræðasetur, þar sem áhersla er lögð á miðaldafræði. Var tillögum nefndarinnar vel tekið. Einnig fórum við yfir stöðu framkvæmda á staðnum og næstu skref.