24.3.1999 0:00

Miðvikudagur 24.3.1999

Síðdegis rituðum við Hjálmar H. Ragnasson rektor Listaháskóla Íslands og Stefán P. Eggertsson stjórnarformaður skólans undir áætlun um það, hvernig skólinn tæki að sér verkefni við kennslu í myndlist, leiklist og tónlist. Við svo búið fórum við til fundarhalda í Borgartúni og hittum fyrst kennara og fulltrúa nemenda úr Myndlista- og handíðaskólanum og greindum þeim frá framvindu mála og hvað fælist í hinni sameiginlegu áætlun okkar. Síðar hittum við síðan samskonar hópa úr Leiklistarskóla Íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Var máli okkar almennt vel tekið.