28.4.1999 0:00

Miðvikudagur 28.4.1999

Klukkan 14 var efnt til fundar í Háskóla Íslands á vegum menntamálaráðuneytisins um tungutækni. Setti ég hana með ávarpi en síðan flutti Rögnvaldur Ólafsson dósent erindi. Er ljóst, að mikill áhugi er á þessu máli enda mikið í húfi. Menningarsjóður efndi til blaðamannafundar klukkan 15.30 og kynnti úhlutun sína. Klukkan 16.00 var ég í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem Heimili og skóli afhenti viðurkenningu fyrir gott skólastarf. Klukkan 18.00 var ég í kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Grafarvogi og einnig á sama tíma daginn áður. Úr Grafarvoginum fór ég í Förðunarskóla Íslands og tók þátt í slitum hans. Um kvöldið fór ég aftur á Skjá 1 og tók þar þátt í umræðum um utanríkismál.