5.5.1999 0:00

Miðvikudagur 5.5.1999

Dagurinn hófst á því klukkan 8 eins og venja var síðustu vikurnar fyrir kosningar, að við efstu menn á D-listanum hittumst í Valhöll, bárum saman bækur okkar og skipulögðum starfið. Síðan var ég í viðtölum í ráðuneytinu fram yfir hádegi. Fór síðan í Kringluna síðdegis og tók þar þátt í því að kynna stefnu okkar sjálfstæðismanna.