13.10.1999 0:00

Miðvikudagur 13.10.1999

Dagskrá alþingis gerir ráð fyrir því að síðdegis á miðvikudögum svari ráðherrar fyrirspurnum. Ég svaraði að þessu sinni fyrirspurn um símenntun og fjarkennslu frá Svanfríði Jónasdóttur. Klukkan 17.00 fór ég í dægurmálaútvarp rásar 2 hjá RÚV og ræddi við Leif Hauksson, einkum um RÚV. Gat ég þar leiðrétt þann misskilning, að ég væri talsmaður þess að RÚV færi að senda út efni á annarri rás. Sagðist ég ekki sjá neina ástæðu fyrir ríkið til að standa að íþróttarás í sjónvarpi, það væri verkefni, sem einkaaðilar gætu sinnt.