1.12.1999 0:00

Miðvikudagur 1.12.1999

Klukkan 13.00 var haldið upp á fimm ára afmæli Þjóðarbókhlöðunnar og kom það meðal annars í minn hlut að flytja þar ávarp. Klukkan 14.30 var ég viðstaddur þegar Íslandsbanki og Íslandssími kynntu í Gerðarsafni í Kópavogi samstarf sitt um ókeypis netaðgang. Klukkan 16.00 var skemmtileg athöfn í Fjölskyldugarðinu í Reykjavík, þar sem kynnt var dagskrá menningarársins og var ég meðal ræðumanna.