14.1.1998 0:00

Miðvikudagur 14.1.1998

Klukkan 20.30 var fundur í Verði fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík þar sem framboðslistinn vegna borgarstjórnarkosninganna var ákveðinn og Árni Sigfússon flutti yfirlitsræðu um stöðu mála. Sérstaklega kom á óvart, hve illa R-listinn hefur staðið að því að framkvæma loforð sín. Raunar má segja, að stöðnun hafi ríkt á alltof mörgum sviðum í Reykjavík síðustu fjögur ár.