28.1.1998 0:00

Miðvikudagur 28.1.1998

Á Alþingi svaraði ég fyrirspurn frá Guðmundi Árna Stefánssyni, Alþýðuflokki, um ráðstöfun á heimavistarhúsnæði í Reykholti. Taldi Guðmundur Árni að Ástþór Magnússon ætti að fá Reykholt undir háskóla undir merkjum Friðar 2000. Vandinn var sá, að mál þetta hafði verið afgreitt, frá því að fyrirspurnin var lögð fram og þar til henni var svarað. Bar Guðmundur Árni fram aðra fyrirspurn í ræðu sinni en var í þingskjalinu, sem ég lagði eðlilega til grundvallar í svari mínu. Spurði ég forseta Alþingis, hvort ég ætti ekki að halda mér við þingskjalið og taldi hann það rétta afstöðu. Guðmundur Árni brást hins vegar hinn versti við svörum mínum og sömu sögu er að segja um Svavar Gestsson, sem taldi það til skammar fyrir minningu Snorra Sturlusonar, að menntamálaráðuneytið hefði leigt, heimavist, einbýlishús og geymsluaðstöðu í Reykholti. Andmæli mín voru þau, að virðing Snorra Sturlusonar réðust ekki af þessu heldur annarri starfsemi í Reykholti og þar skipti starfsemi Snorrastofu mestu.