4.3.1998 0:00

Miðvikudagur 4.3.1998

Klukkan 13.30 svaraði ég fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur á Alþingi um umræður um skólamál eftir að birtar voru niðurstöður samræmdra prófa í einstökum skólum. Klukkan 14.00 tók ég þátt í athöfn og flutti stutt ávarp í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, þegar Landslið Íslands gegn fíknefnum var kynnt, en þetta var upphaf skipulegs forvarnarstarfs íþróttahreyfingarinnar. Klukkan 15.15 hófst blaðamannafundur um hina nyju skólastefnu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Klukkan 19.30 hófst kvöldverður til heiðurs Völu Flosadóttur í Ráðherrabústaðnum.