18.3.1998 0:00

Miðvikudagur 18.3.1998

Fórum á skólastefnufund á Selfossi. Var hann haldinn í hótelinu þar og hófst klukkan 20. Var þéttsetinn salur og urðu miklar umræður. Fyrir fundinn fór ég í hálftímaviðtal við Valdimar Bragason í Svæðisútvarpi Suðurlands, sem er einkastöð og nær til alls Suðurlands, þar með Vestmannaeyja.