20.5.1998 0:00

Miðvikudagur 20.5.1998

Klukkan 15.00 fór ég Íslandsbanka og tók þar þátt í árlegri athöfn, þegar bankinn afhendir námsstyrki. Á heimleið kom ég við í Einholtsskóla, sem hélt upp á 10 ára afmæli sitt. Var fróðlegt að kynnast þessum skóla, sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki í grunnskólakerfinu.