27.5.1998 0:00

Miðvikudagur 27.5.1998

Klukkan 14.00 ritaði ég undir samning við ÍSÍ um aðild ríkisins að Afreksmannasjóði með 10 m. kr. framlagi á ári næstu fimm ár. Þar með var farsæll endir fundinn á gömlu og miklu baráttumáli ÍSÍ. Er ég viss um, að þessi samningur á eftir að nýtast íslenskum afreksmönnum í íþróttum vel. Klukkan 16.00 ritaði ég undir samning samning við Bandalag kvenna í Reykjavík um að það taki við rekstri Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Jafnframt var formlega lokið samningsgerð um að fjórir aðilar á Austurlandi taki að sér að reka Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Eru þetta þar með orðnir einkaskólar, sem starfa á grundvelli samnings við ríkissjóð. Klukkan 17.00 fór ég í Háteigsskóla og flutti ræðu um nýja skólastefnu á aðalfundi SAMFOKS, það er samtaka foreldrafélaga við skóla í Reykjavík. Um kvöldið fórum við á tónleika Chillingirian strengjakvartettsins í Íslensku óperunni en Einar Jóhannesson lék einnig með kvartettinum á klarinett í kvintett eftir Mozart. Þetta voru einnig sannkallaðir Listahátíðartónleikar.