10.6.1998 0:00

Miðvikudagur 10.6.1998

Síðdegis fór ég í Trönusund 10 í Hafnarfirði, þar sem er billiard- og snókerstofa. Þar sýndu þeir Kristján Helgason, Evrópumeistari áhugamanna, og Jóhannes B. Jóhannesson, nýbakaður Íslandsmeistari, mér listir sínar og síðan efndi ég til móttöku fyrir þá og forráðamenn Billiard- og snókersambandsins einkum til heiðurs Kristjáni, hinum nýbakaða Evrópumeistara. Er jafnan ánægjulegt fyrir íþróttamálaráðherra að fá tækifæri til að heiðra þá, sem standa sig vel fyrir hönd Íslands á alþjóðavettvangi.