23.9.1998 0:00

Miðvikudagur 23.9.1998

Klukkan 9 um morguninn hófst vinnufundur íslenskra, evrópskra og bandarískra vísindamanna um loftslagsbreytingar og Norður-Atlantshafið, og flutti ég ávarp við upphaf fundarins. Um kvöldið fór ég á landsleik Finnlands og Íslands í handbolta í Smáranum í Kópavogi, þar sem okkar lið vann góðan sigur.