21.10.1998 0:00

Miðvikudagur 21.10.1998

Stjórnarráðinu var lokað til klukkan 13.00 vegna jarðarfarar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar frá Hallgrímskirkju klukkan 11. Að jarðarförinni lokinni var hádegsiverður að Bessastöðum fyrir norræna þjóðhöfðingja, ríkisstjórn og fleiri. Klukkan 20 opnaði ég sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, en hann hefði orðið níræður þennan dag.