Miðvikudagur 16.12.1998
Klukkan 13.30 var ég við Safnahúsið við Hverfisgötu, þegar þaðan voru flutt síðustu skjöl þjóðskjalasafnsins. Húsið er nú að fullu komið til ráðstöfunar fyrir stjórn þess og auk þess hefur menntamálaráðuneytið það ekki lengur undir sinni forsjá heldur er það þjóðmenningarhús, sem lýtur sérstakri stjórn á vegum forsætisráðuneytis.