8.1.1997 0:00

Miðvikudagur 8.1.1997

Í hádegi miðvikudagsins 8. janúar flutti ég hugleiðingu um jólabækur í Rótaryklúbbi Reykjavíkur. Að kvöldi þessa sama miðvikudags var okkur Rut boðið að snæða fimm réttaðan kvöldverð í sveinsprófi í framreiðslu og matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Var þetta fyrsta sveinsprófið við hinar góðu aðstæður í skólanum.