29.1.1997 0:00

Miðvikudagur 29.1.1997

Miðvikudaginn 29. janúar svaraði ég tveimur fyrirspurnum á Alþingi um fatlaða nemendur á framhaldsskólastigi og námsval á Norðurlöndunum. Vil ég í þessu sambandi vekja athygli á því, að á heimasíðu menntamálaráðuneytisins er að finna mikið af upplýsingum meðal annars svör mín við fyrirspurnum á Alþingi og umræður um þær. Um kvöldið var móttaka hjá franska sendiherranum fyrir þá, sem tóku þátt í menningarhátíðinni í Normandie í nóvember og desember.