Miðvikudagur 9.4.1997
Miðvikudaginn 9. apríl klukkan 17 boðaði ég til fundar í Borgartúni 6 með öllum starfsmönnum Kennaraháskólans, Fósturskólans, Íþróttakennaraskólans og Þroskaþjálfaskólans um nýtt frumvarp til laga um Kennara- og uppeldisháskóla, sem liggur fyrir Alþingi. Var á fundinum, sem var vel sóttur, sérstaklega rætt um atriði, sem lúta að réttarstöðu starfsmanna. Hef ég falið verkefnisstjórn undir formennsku Hauks Inigibergssonar hjá Hagsýslu ríkisins að vinna að sameiningu þessara stofnana, sem Haukur telur hina umfangsmestu til þessa. Að kvöldi miðvikudagsins 9. apríl fórum við Rut á 70. sýningu á leikritinu Ormstungu í Skemmtihúsinu við Laufásveg og höfðum mikla ánægju af þeirri stund.