23.4.1997 0:00

Miðvikudagur 23.4.1997

Síðdegis miðvikudaginn 23. apríl var ég viðstaddur þegar opnuð var sýning á myndverkum af Halldóri Laxness í Þjóðarbókhlöðunni á 95 ára afmæli skáldsins. Þar tilkynnti ég, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að verja 500 þús. kr. til að koma upp farandsýningu um skáldið og störf hans, sem nota mætti við menningar- og bókmenntakynningar heima og erlendis. Er ekki vansalaust, að ekki sé unnt með skömmum fyrirvara að senda slík kynningarspjöld eða annað efni, þegar efnt er til menningar- eða bókmenntakynninga erlendis, sem færist mjög í vöxt.