30.4.1997 0:00

Miðvikudagur 30.4.1997

Miðvikudagskvöldið 30. apríl fórum við Rut á tónleika Jessicu Tivens í Háskólabíói en hún er 16 ára undrabarn, sem ber sig gjarnan saman við Maríu Callas, ef marka má fréttir. Var sannarlega óvenjulegt og eftirminnilegt að heyra jafnunga stúlku flytja þær óperuaríur, sem þarna voru sungnar.