Miðvikudagur 10.9.1997
Við Rut flugum í sólarferð á Costa del Sol miðvikudaginn 3. september og komum aftur heim miðvikudaginn 10. september. Nutum við þess vel að fá sex daga frí í sólinni, en þetta er eina sumarfríið okkar í ár. Ákvörðun um að taka frá nokkra daga í þessu skyni, þarf að taka með löngum fyrirvara til að unnt sé að skipuleggja önnur störf í samræmi við það. Hér miðaði ég við að meginákvarðanir um fjárlagafrumvarpið 1998 hefðu verið teknar. Ef ekki er haldið fast við dagana, hvað sem á dynur, er sú áhætta tekin, að ekki takist á ná jafnlöngum tíma í bráð