26.11.1997 0:00

Miðvikudagur 26.11.1997

Klukkan 17 efndi málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um upplýsingamál til málþings um tölvunarfræðslu. Var þetta fróðlegur fundur, sem snerist um það, hvernig skólakerfið getur brugðist með markvissum hætti við nýjungum og svarað breyttum kröfum. Um kvöldið fór ég í Laugardalshöllina og sá landsleik Íslands og Hollands í körfuknattleik. Var hann skemmtilegur og stóðu okkar menn sig með prýði, þótt ekki tækist þeim að sigra.