17.1.1997 0:00

Miðvikudagur 17.1.1997

Þriðja umræða um háskólafrumvörpin var síðdegis. Er óvenjulegt, að almennar umræður verði um frumvörp við þriðju umræðu. Þennan dag svaraði ég einnig fyrirspurn frá Ögmundi Jónassyni vegna drengs, sem ekki hefur fengið grunnskólavist utan lögheimilisveitarfélags síns. Birti Morgunblaðið þennan sama dag grein eftir Ögmund, þar sem hann lýsir ábyrgð á hendur menntamálaráðherra vegna drengsins. Þetta er rangt hjá þingmanninum, því að samkvæmt grunnskólalögum hvílir sú skylda á Reykjavíkurborg að sjá drengnum fyrir skólavist. Fram kom í svari mínu, að hér er um einstakt tilvik að ræða og einnig hitt, að af hálfu menntamálaráðuneytisins hefur verið unnið að því að greiða fyrir lausn málsins innan þess ramma, sem lögin setja afskiptum ráðuneytisins.