28.8.1996 0:00

Miðvikudagur 28.8.1996

Að morgni miðvikudagsins 28. ágúst fórum við Rut af stað til Keflavíkuflugvallar klukkan hálfsex um morgunin til að taka á móti hinum sigursælu íþróttamönnum okkar, sem sóttu Ólympíuleika fatlaðra í Atlanta. Klukkan 20 um kvöldið hófst 10 ára afmælisfagnaður Íslenska útvarpsfélagsins hf. í Perlunni en þar hafði ég verið beðinn að flytja ávarp, sem ég gerði um klukkan 21.30. Líklega hefur það farið fyrir ofan garð hjá flestum, því að kliðurinn var svo mikill og hátalarakerfið veikburða, að aðeins þeir, sem næstir stóðu heyrðu. Um klukkan 23 var ég síðan í beinni útsendingu á Stöð 2 í tilefni afmælisins.