4.10.2000 0:00

Miðvikudagur 4.10.2000

Síðdegis tók ég þátt í því í Þjóðmenningarhúsinu, þegar fulltrúar Eimskips, Búnaðarbankans og Urðar, Verðandi, Skuldar rituðu undir samning við Viðar Hreinsson um ritun ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Er þetta einstakur samningur um 7 milljón króna styrk. Við þetta tækifæri færði ég Herði Sigurgestssyni, fráfarandi forstjóra Eimskips, þakkir fyrir einstakan stuðning hans við menningu og listir í forstjóratíð hans.