14.6.2000 0:00

Miðvikudagur 14.6.2000

Efndi til viðtala fyrir og eftir hádegi við þá og sýnist mér nú, að tekist hafi að ná viðmælendalistanum í skaplegt horf, eftir að hann hafði lengst nokkuð undanfarna mánuði vegna fundaferða innan lands og utan. Klukkan 20.30 fórum við í Þjóðleikhúsið, litla svið, og sáum leikritið Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur.