9.10.2001 0:00

Þriðjudagur 9.10.2001

Klukkan 13.00 setti ég Netþing ungmenna á vegum umboðsmanns barna, sat við tölvu í skrifstofu umboðmanns og átti samtal við ungt fólk víða um land á irkinu. Klukkan 19.30 opnaði ég vefsíðu Þjóðskjalasafns og CITRA, alþjóðasamtaka þjóðskjalavarða, við upphaf þings samtakanna í Þjóðmenningarhúsinu.