Þriðjudagur 11.9.2001
Klukkan 13.00 frétti ég af árásinni á Bandaríkin þegar ég heyri frétt í dagskrárrofi rásar 1 um að flugvél hafi rekist á annan tvíburaturnanna í New York. Klukkan 14.00 skrifa ég undir samning um stuðning menntamálaráðuneytisins við Hljóm, greiningartæki á leshömlun. Klukkan 16.00 opna ég Skólavefinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.