19.6.2001 0:00

Þriðjudagur 19.6.2001

Klukkan 7.30 var ég í morgunþætti Rásar 2 og ræddi meðal annars um tillögur um íþrótta- og ólympíumiðstöð á Laugarvatni. Klukkan 13.30 tilkynnti Rannís um úthlutun styrkja til umhverfis- og upplýsingatækniverkefna við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Í framhaldi af henni rituðum við Páll Skúlason háskólarektor undir samning um samstarf á sviði tungutækni. Um kvöldið fórum við í Fella- og Hólakirkju, þar sem opnuð var sýning á listilegum kirkjumunum og skreytingum.