17.4.2001 0:00

Þriðjudagur 17.4.2001

Fyrir hádegi hitti ég nemendur í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla Íslands, sem komu í heimsókn í ráðuneytið. Klukkan 16.00 flutti ég ávarp í Þjóðarbókhlöðunni, þegar þar var opnuð sýning á þróun námsefnis á 20. öldinni. Klukkan 20.30 fórum við Rut í Þjóðmenningarhúsið og hlýddum á ljóðalestur á vegum Besta vinar ljóðsins í tilefni af því að ljóðahátíð í Viku bókarinnar var að hefjast. Var gamli lessalurinn þétt setinn.