Þriðjudagur 21.11.2000
Klukkan 14.00 var ég í Háteigsskóla og ritaði þar undir samning við Guðmund Kristmundsson og Þóru Kristinsdóttur dósenta í Kennaraháskóla Íslands um lesskimunarpróf til að finna börn með lestrarörðugleika. Klukkan 20.00 fórum við Rut í Listasafn Íslands, þar sem Hamrahlíðarkórinn flutti verk eftir núlifandi íslensk tónskáld.