Þriðjudagur 7.11.2000
Klukkan 13.15 var ég á þingi Norðurlandaráðs og svaraði fyrir norræna menningarráðherra. Klukkan 15.00 opnaði ég nýja vefsíðu Norðurlandaráðs við athöfn í Háskólabíói. Klukkan 16.00 efndum við menntamálaráðherrar Færeyja, Grænlands og Íslands til fundar með þingmönnum úr Vestnorræna ráðinu. Klukkan 17.00 opnaði ég netlistarsýningu í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Klukkan 18.00 fór ég í Kristkirkju og tók þátt í messu til minningar um Jón Arason og syni hans, sem voru gerðir höfðinu styttri þennan dag fyrir 450 árum.