31.10.2000 0:00

Þriðjudagur 31.10.2000

Hélt heim frá Brussel fyrir hádegi, flugvél SA S var 30 mín. of sein að leggja af stað vegna veðurs en náði tímanum að mestu upp á leiðinni til Kaupmannahafnar vegna meðvinds. Flugleiðavélin var á áætlun og var ekki nema 2 tíma og 40 mínútur að fljúga heim frá Kaupmannahöfn. Síðdegis hitti ég sendinefnd frá Frakklandi, sem var hér til viðræðna um menningar-, mennta- og vísindamál.