24.10.2000 0:00

Þriðjudagur 24.10.2000

Í hádeginu komu þeir til mín í skrifstofuna Ólafur Hand frá Aco og Viggó Viggóson frá Tölvudreifingu og afhentu mér nýja Office: Mac 2001 hugbúnaðinn. Klukkan 17.15 efndi íþrótta- og æskulýðsnefnd Sjálfstæðisflokksins til opins fundar um afreksstefnu í íþróttum og var ég einn frummælenda. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður fram yfir klukkan 19.00