6.6.2000 0:00

Þriðjudagur 6.6.2000

Klukkan 9.00 setti ég málþing menntamálaráðuneytisins um lesskimun í Borgartúni 6. Var stóri salurinn þar fullur af fólki með um 300 manns og komust færri að en vildu. Kom greinilega í ljós, að mikill áhugi er á dyslexíu-vanda innan íslenska skólakerfisins og brýnt að virkja alla þá góðu krafta sem þar eru til að hjálpa þeim, sem við vandann glíma. Síðdegis flaug ég til Kaupmannahafnar og um kvöldið var menningarkynning, málsverður og fundur í danska menningarmálaráðuneytinu.