8.2.2000 0:00

Þriðjudagur 8.2.2000

Klukkan 12.00 var ég í Ráðhúsi Reykjavíkur og afhenti fyrst Tölvuökuskírteinin, sem Skýrslutæknifélagið hefur beitt sér fyrir hér á landi í samvinnu við evrópska aðila, en skírteinin veita réttindi, sem eru viðurkennd víða um lönd. Klukkan 16.00 var ég á Hótel Loftleiðum, þar sem Sarpur, nýr gagnagrunnur Þjóðminjasafns Íslands var ræstur og kynntur.