29.12.1998 0:00

Þriðjudagur 29.12.1998

Klukkan 14.00 fór ég í bæjarskrifstofur Garðabæjar við Garðatorg og ritaði undir samning með bæjarstjóra og formanni þjóðminjaráðs um að komið skuli á fót Hönnunarsafni. Verður það í Garðabæ, ef áform um það rætast. Klukkan 15.30 fórum við Rut í Norræna húsið, þar sem Ólafur Ólafsson landlæknir hlaut viðurkenningu úr sjóði Ásu Wright. Þaðan fórum við síðan beint í Ársal Hótel Sögu, þar sem Frjáls verslun veitti Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, viðurkenningu sem maður íslensks viðskiptalífs á árinu 1998. Um kvöldið var ég síðan á Hótel Loftleiðum, þar sem sundkappinn ungi, Örn Arnarson var kjörinn íþróttamaður ársins.