9.2.1999 0:00

Þriðjudagur 9.2.1999

Síðdegis hitti ég fulltrúa fjórða árs nemenda í Leiklistarskóla Íslands, sem höfðu daginn áður efnt til útifundar vegna þess, að þeir töldu, að það ætti að úthýsa sér úr Lindarbæ. Hafði málið ekki verið lagt fyrir mig áður. Eftir samtal okkar ræddi ég við Hallgrím Snorrason hagstofurstjóra og fannst þá strax lausn á málinu. Var ritað undir samkomulag um það daginn eftir.