9.3.1999 0:00

Þriðjudagur 9.3.1999

Um kvöldið var boðað til fundar í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar sem framboðslistinn vegna alþingiskosninganna var ákveðinn. Þar var ákveðið að Ásta Möller skipaði 9. sætið á listanum og var mikil sátt um það. Einnig er ástæða til að geta þess, að ég verð í 2. sæti listans, en Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður hafði skrifað nokkrar „fréttir” í Dag til að skýra lesendum sínum frá því, að um þetta sæti stæði stór deila - hvergi varð ég var við hana. Minni ég enn á þau varnaðarorð mín, að menn taki ekki mark á öllu því, sem Sigurdór Sigurdórsson festir á blað, þótt það sé gert í búningi hlutlægra frétta.