Þriðjudagur 24.8.1999
Um kvöldið fórum við á tónleika kórs frá Nýfundnalandi, Kórs Kársnesskóla og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð, sem voru í MH. Þarna voru menningarmálaráðherra Nýfundnalands og eiginkona hans ásamt fylgdarliði meðal áheyrenda. Kórinn frá Nýfundnalandi hélt fimmtudaginn 26. ágúst til Finnlands ásamt MH-kórnum, þar sem þeir taka þátt í tónlistarhátíð.