19.10.1999 0:00

Þriðjudagur 19.10.1999

Flutti tvö mál á alþingi. Annars vegar frv. um breytingar á grunnskólalögum um breytingar á samræmdum prófum og hins vegar frv. um breytingar á framhaldsskólalögum. Bendi ég áhugamönnum um þessi frumvörp á hinn aðgengilega vef alþingis www.althingi.is en með því að fara inn á þingdaginn 20. október geta þeir lesið þær ræður, sem voru fluttar um þessi tvö frumvörp.