7.12.1999 0:00

Þriðjudagur 7.12.1999

Klukkan 14.00 tók ég þátt í því með nokkrum ungum mönnum að opna Miðbæjarútvarpið, sem sendir út á 104,5 og hefur aðsetur að Laugavegi 66. Þar stóðu áður hús, þar sem ömmusystur mínar bjuggu og voru meðal annars með umboð fyrir Happdrætti Háskóla Íslands. Kom ég oft til þeirra sem barn og lék mér í garði við bakhús á lóðinni.