Þriðjudagur 30.12.1997
Klukkan 10.30 fór ég í Landsbankann sem formaður Þingvallanefndar í þeim gleðilega tilgangi að taka við einni milljón króna í styrk til merkinga í þjóðgarðinum en áður hafði bankinn styrkt nefndina til að gefa út nýtt göngukort fyrir Þingvelli. Þá fékk Jafningjafræðslan einnig jafnháan styrk frá bankanum, en á vegum hennar er unnið mikið starf gegn fíkniefnum meðal framhaldsskólanema og er hún orðin til fyrir samstarf Félags framhaldsskólanema og menntamálaráðuneytisins. Klukkan 20. 00 var frumsýning á 4 hjörtum í Loftkastalanum, leikriti eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.