27.1.1998 0:00

Þriðjudagur 27.1.1998

Alþingi hóf störf að nýju eftir jólahlé. Fyrsti dagurinn var helgaður menntamálum. Fyrst voru óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra og þar spurði Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður framsóknarmanna á Suðurlandi, mig um það, hvort ekki væri unnt að halda úti staðbundnu útvarpi RÚV á Suðurlandi. Síðan fylgdi ég tveimur frumvörpum úr hlaði, það er leiklistarlögum og breytingu á framhaldsskólaögunum sem lýtur að ráðningartíma aðstoðarskólastjóra o.fl. Síðan voru ræddar tillögur þingmanna um menntamál og gerði ég meðal annars grein fyrir samskiptum mennatamálaráðuneytisins við Framhaldsskóla Austur--Skaftafellssýslu á Höfn og afstöðu til háskólamenntunar á Austurlandi. Ég sá hvergi sagt frá þessum umræðum í fjölmiðlum, þótt málin snerti stóran hóp fólks.