Þriðjudagur 9.6.1998
Þingvallanefnd kom saman síðdegis á Þingvöllum. Kynntum við okkur aðstæður vegna bílastæða og aðkomuleiða í tilefni af hátíðahöldum á Þingvöllum árið 2000. Þá hefir verið sagt frá því í fréttum, að við ræddum einnig málefni hótel Valhallar. Heilbrigðis- og brunamálayfirvöld höfðu gert athugasemdir við ýmislegt í hótelinu og tók Þingvallanefnd afstöðu með þessum eftirlitsstofnunum og vill nefndin ekki, að hótelið hafi starfsleyfi nema kröfur þeirra séu uppfylltar. Sérstaklega krefst nefndin þess, að komið verði í veg fyrir mengun Öxarár. Er raunar óskiljanlegt, að beita þurfi hótelhaldara á Þingvöllum hörðu til að fá þá til að útiloka mengun árinnar og vatnsins.