23.6.1998 0:00

Þriðjudagur 23.6.1998

Mikið hefur á daga mína drifið undanfarnar tvær vikur síðan ég skrifaði minn síðasta pistil inn á þessa síðu og ætla ég að stikla á stóru í dagbókinni. Klukkan 14.00 efndi ég til blaðamannafundar með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi formanni í nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins um símenntun. Álit nefndarinnar er fyrsta heildaryfirlitið yfir stöðu þessa mikilvæga málaflokks hér á landi. Er það vel unnið og fróðlegt með góðum tillögum, sem unnið verður að undir forystu menntamálaráðuneytisins. Klukkan 17.00 efndum við Rut til móttöku í Listasafni Einars Jónssonar í tilefni af 75 ára afmæli þess og endurbótum á safnhúsinu, sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. Er Safnhúsið einstakt í sinni röð og kallar byggingin sjálf á arkitekta frá útlöndum til að kynnast húsi frá upphafi aldarinnar í þessum einstaka stíl. Listaverkin eru að sjálfsögðu einnig einstök, eru þau óendanlegt athugunarefni, vék ég meðal annars að því í , sem ég flutti af þessu tilefni.