18.8.1998 0:00

Þriðjudagur 18.8.1998

Síðdegis brugðum við Árni Johnsen okkur austur fyrir fjall, var niðaþoka þegar við fórum um Þrengslin til Þorlákshafnar, birti þegar kom niður á láglendið, við fengum okkur tesopa í Kaffi Lefolii á Eyrarbakka og fórum síðan að Keldum á Rangárvöllum, þar sem Hjörleifur Stefánsson, forstöðumaður útiminjadeildar Þjóðminjasafns, og samstarfsmenn hans sýndu okkur framkvæmdir á staðnum, sem miða að því að endurreisa gamla bæinn og gönginn inn í hann. Er þetta umfangsmikið og kostnaðarsamt en bráðnauðsynlegt verk, verður að því mikil menningarbót og auk þess styrkir það forsendur fyrir ferðaþjónustu á þessum slóðum. Þá hittum við að sjálfsögðu einnig Drífu Hjartardóttur bónda og gæslumann húsanna á Keldum.