15.9.1998 0:00

Þriðjudagur 15.9.1998

Í hádeginu var efnt til fundar með forráðamönnum opinberra menningarstofnana í menntamálaráðuneytinu, þar sem Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffileikhússins, greindi frá niðurstöðum ráðstefnu, sem hún sótti um nýjungar við stjórn menningarstofnana, þar sem samningsstjórn tekur við af hefðbundnum stjórnarháttum og fjárveitingum.